á endalausu ferðalagi...
|
Hver er ég? Ég heiti Þóra... ...og bý í Danmörku Myndir Aðrir bloggarar! Hann Ágúst minn Andrea Berglind & Óli Berglind Brynhildur Dana & Gústi Erla Erna Freyja Guðrún Henný Mæja & Steini Ólöf & Axel Sigurrós Unnur Helga Þórdís Litla fólkið! Viktor Daði Stefán Konráð Krummi Vigdís Björg Alejandro Egill Ágúst Þór & Stefán Páll |
Langt síðan síðast .... Það er nú hægt að segja að það sé orðið langt síðan síðast. Bloggið hefur breyst og núna er ég með google account!! Ekki að ég sé að fara skipta um email einu sinni enn, en nei það er bara svo ég geti skrifað hér inn. Við áttum yndisleg rauð jól með mömmu, Eggerti, Hrönn og Sigurjóni. Við Viktor skruppum svo í smá stutta heimsókn til Íslands á meðan Gústi var í prófunum. Það var frábært að vera á klakanum sem skartaði sínu fallegasta vetraveðri með tilheyrandi frosti. Við komum svo aftur í vorið og Viktor tók upp á því að fá lungnabólgu eftir að vera með kvef síðan ég bloggaði síðast. Við Gústi byrjuðum svo í skólanum 1. feb. Viktor er enn að sætta sig við það. Já það getur verið erfitt að vera lítill og meiga ekki koma með þegar þessir foreldrar setja bakpoka á bakið og segja bless til skiptis. EN hann er allur að koma til og kemur fagnandi á móti því foreldri sem er að koma. Viktor er sem sé heima, ég fer með hann í sund og legestue til að hitta aðra og leika með eitthvað annað dót en sitt. Við fengum líka frábæra gesti til okkar núna í síðustu viku. Það var bara yndislegt að eyða tíma með þeim og er mér strax farið að hlakka til að hitta þau öll aftur um páskana. Vegna ísrigningar sem var á laugardaginn urðu þau að eyða einum degi legnur hjá okkur því að þau misstu af fluginu því að Stórabeltið var lokað. Þetta er það sem er búið að gerast hjá mér síðan síðast. Núna sit ég og hlusta á kennarann sem er að tala um píramída og hvernig maður á að motivera fólk!! Það er frekar erfitt að skilja grey kennarann en þetta er svona semi áhugavert efni. Jæja þar til næst ef að ég kemst inn hérna, hahaha. Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.
|